Síðasti foreldramorgunn vetrarins!

Næstkomandi fimmtudaginn, þann 27. maí verður síðasti foreldramorgunn vetrarins. Í tilefni þess fáum við sameiginlegt tónlistaratriði frá kirkjunum og bökum við vöfflur með rjóma. Frá Glerárkirkju kemur Valmar og spilar á hljóðfæri og frá Akureyrarkirkju kemur Sigríður Hulda Arnardóttir og syngur fyrir okkur.

Þetta verður góð stund, eins og alltaf.

Sjáumst hress og spræk með litlu krílin.

Þökkum kærlega fyrir samstarfið í vetur við ykkur kæru foreldrar og einnig við Glerárkikju.