Síðasta æðruleysismessan fyrir sumarfrí

Æðruleysismessa verður í Akureyrarkirkju á sunnudagskvöld kl. 20.30.Æðruleysismessa verður í Akureyrarkirkju á sunnudagskvöld kl. 20.30.<br><br> <br> <br> <br> <br> <br> <br>Æðruleysismessur hafa unnið sér fastan sess í helgihaldi Akureyrarkirkju undanfarin ár en sr. Jóna Lísa Þorsteinsdóttir, prestur við kirkjuna, innleiddi þessa tegund helgihalds hér á landi fyrir rúmum 4 árum. Síðasta æðruleysismessan í Akureyrarkirkju fyrir sumarfrí verður næstkomandi sunnudagskvöld kl. 20.30. Inga Eydal leiðir almennan söng og syngur einsöng. Snorri Guðvarðsson og Viðar Garðarsson leika á gítar og bassa. Prestar eru séra Jóna Lísa Þorsteinsdóttir og sr. Svavar A. Jónsson. Í messunni verður mikill söngur, reynslusaga og fyrirbænir. Bænakarfan verður einnig á sínum stað. Eftir messuna er boðið upp á kaffi og meðlæti í Safnaðarheimili kirkjunnar. Allir eru hjartanlega velkomnir. <br>