Séra Birgir Snæbjörnsson látinn

Séra Birgir Snæbjörnsson, fyrrverandi sóknarprestur í Akureyrarkirkju, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 17. júlí.  Birgir var fæddur á Akureyri 20. ágúst 1929.  Hann lauk stúdentsprófi frá MA 1949 og embættisprófi í guðfræði árið 1953.  Prestvígslu hlaut Birgir 15. febrúar 1953 og vígðist til Æsustaðaprestakalls í Húnavatnssýslu.  Þar þjónaði hann til ársins 1959 og var þá veittur Laufás við Eyjafjörð.  Séra Birgir var skipaður sóknarprestur í Akureyrarprestakalli haustið 1960 og þjónaði þar til ársins 1999.  Þá  gegndi sr. Birgir embætti prófasts Eyjafjarðar á árunum 1986-1999.  Auk þess sinnti séra Birgir margvíslegum trúnaðarstörfum í þágu kirkju og samfélags í gegnum árin.  Eftirlifandi eiginkona séra Birgis er Sumarrós Lillian Eyfjörð Garðarsdóttir.  Börn þeirra eru Jóhanna Erla og Birgir Snæbjörn.