Samvera eldri borgara við Akureyrarkirkju

Fyrsta samvera eldri borgara við Akureyrarkirkju verður fimmtudaginn 2. október kl. 15.00. Gestir samverunnar eru sr. Hildur Eir Bolladóttir og
sr. Guðmundur Guðmundsson. Eldri barnakór Akureyrarkirkju syngur undir stjórn Sigrúnar Mögnu Þórsteinsdóttur. Bíll fer frá Víðilundir kl. 14.25, Mýrarvegi 111 kl. 14.35 og Hlíð kl. 14.45.