Samvera eldri borgara

Næstkomandi fimmtudag, 3. nóvember kl. 15.00, verður samvera eldri borgara í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju. Flutt verður dagskrá um Tryggva Þorsteinsson í tilefni 100 ára afmælis hans nú í sumar.
Stúlknakór Akureyrarkirkju syngur undir stjórn Eyþórs Inga Jónssonar.
Bíll fer frá Kjarnalundi kl. 14.10, Víðilundi kl. 14.25, Mýrarvegi 111 kl. 14.35 og Hlíð kl. 14.45.