Samvera eldri borgara

Samvera eldri borgara verður í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju fimmtudaginn 7. nóvember kl. 15.00.
Ásta Garðarsdóttir segir frá ferðalagi. Barnakórar Akureyrarkirkju syngja. Kvenfélag Akureyrarkirkju sér um kaffiveitingar, kr. 1000.

Bíll fer frá Víðilundi kl. 14.25, Mýrarvegi 111 kl. 14.35 og Hlíð kl. 14.45.