Samvera eldri borgara

Fimmtudaginn 20. febrúar verður Samvera eldri borgara í Safnaðarheimilinu kl. 15.00. Úlfhildur Rögnvaldsdóttir segir frá lífshlaupi föður síns, Rögnvaldar Rögnvaldssonar, hagyrðings, og fer með kveðskap eftir hann. Yngri barnakór Akureyrarkirkju syngur undir stjórn Sigrúnar Mögnu Þórsteinsdóttur. Kvenfélag Akureyrarkirkju sér um veitingarnar.
Aðgangseyrir kr. 1500.
Bíll fer frá Víðilundi kl. 14.15, Mýrarvegi 111, kl. 14.25 og Hlíð kl. 14.35.