Samvera eldri borgara

Samvera eldri borgara verður í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju fimmtudaginn 14. febrúar kl. 15.00.
Geirmundur Valtýsson kemur og syngur lögin sín. Hljómsveit Pálma Stefánssonar spilar. Gestasöngvari er María Björk Jónsdóttir. 
Kvenfélag Akureyrarkirkju sér um glæsilegar veitingar. Aðgangseyrir er kr. 1500.

Bíll fer frá Víðilundi kl. 14.15, Mýrarvegi 111 kl. 14.25 og Hlíð kl. 14.35.