Prjónamessa í Akureyrarkirkju

Prjónamessa í Akureyrarkirkju sunnudaginn 8. október kl. 11.00. Fólk er hvatt til að taka með sér handavinnuna og prjóna, hekla eða sauma út í öllum messuliðum. Kammerkórinn Hymnodia undir stjórn Eyþórs Inga Jónssonar fitjar upp á einhverju nýju eins og kórnum einum er lagið. Söfnuðurinn prjónar bænatrefil sem gengur á milli bekkja undir bænamáli messunnar. Garn í gangi gefur uppskrift. Prestur séra Hildur Eir Bolladóttir.