Páskar í Akureyrarkirkju: Kyrrðarstund, Passíusálmar og messur

Um bænadagana og páskana verður fjölbreytt helgihald í Akureyrarkirkju, kvöldmessa á skírdag, lestur Passíusálma og kyrrðarstund á föstudaginn langa og messur á páskadag og annan í páskum. Þá verður opið hús í safnaðarheimilinu á páskadagsmorgun.Um bænadagana og páskana verður fjölbreytt helgihald í Akureyrarkirkju, kvöldmessa á skírdag, lestur Passíusálma og kyrrðarstund á föstudaginn langa og messur á páskadag og annan í páskum. Þá verður opið hús í safnaðarheimilinu á páskadagsmorgun.<br><br>Klukkan 20.30 á skírdag verður kvöldmessa. Prestur er sr. Guðmundur Guðmundsson. Á föstudaginn langa lesa kennarar á Akureyri Passíusálma sr. Hallgríms frá klukkan 11 til 16. Á heila tímanum syngja stúlkur úr Barnakór og Stúlknakór Akureyrarkirkju einsöng. <br><br>Hátíðarmessa verður klukkan 8 að morgni páskadags. Prestur er séra Svavar A. Jónsson. Kór Akureyrarkirkju syngur og Eyþór Ingi Jónsson leikur á orgel. Milli klukkan 9 og 11 er opið hús í Safnaðarheimili, þar sem kórarnir syngja og veitingar verða fram bornar. Klukkan 11 hefst svo fjölskylduguðsþjónusta. Prestur er sr. Guðmundur Guðmundsson. Barnakórinn og Stúlknakórinn syngja. Á Hlíð verður messað kl. 15.30 og á FSA kl. 17. <br><br>Loks má nefna hátíðarmessu og fermingu í Minjasafnskirkjunni annan í páskum kl. 17. Séra Svavar A. Jónsson predikar og þjónar fyrir altari og félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja.