Páskar í Akureyrarkirkju 2013

Já páskar eru vor og vor er líf. Vorið þýðir bara eitt að dimmum vetri er að ljúka og lífið hefur yfirhöndina, allt umhverfið iðar brátt af upprisu, sólin bræðir snjó- skaflana og dansar kringum mannfólkið. Hann er upprisinn segir sólin, hann er upprisinn úar æðar- fuglinn, hann er upprisinn hrópar niður árinnar um leið og hún losar klakaböndin. Hann er upprisinn hvíslar jarðvegurinn, tilbúinn að næra jurtina. Hann er upprisinn kallar vorið á meðan þú nuddaðir stýrurnar og reiknar út líkurnar. Við fögnum frelsinu hér í Akureyrarkirkju með eftirfarandi dagskrá:
Föstudagurinn langi: Kyrrðarstund við krossinn kl 21:00. Máttug stund þar sem við minnumst fórnarinnar og mátum eigið líf við Jesú, píslarsagan er lesin í bland við fagra tóna en stundinni lýkur með því að kirkjugestir ganga hljóðir út í nóttina eða inn í Getsemanegarð hugans. Prestur séra Svavar Alfreð Jónsson.
Páskadagur upprisuhátíð: Hátíðarguðsþjónusta kl 8:00, einhver dásamlegasta messa ársins. Á eftir býður kvenfélagið til morgunverðar í Safnaðarheimilinu og þar er mönnum frjálst að stíga á stokk, segja skemmtisögur og brandara eða eitthvað annað sem hressir andann á hinum árlega Páskahlátri.Prestur séra Hildur Eir Bolladóttir.
Kl. 11:00 Fjölskylduguðsþjónusta í Akureyrarkirkju í umsjá séra Sunnu Dóru Möller, Hjalta Jónssonar, Sigrúnar Mögnu Þórsteinsdóttur og Sigríðar Huldu Arnardóttur. Barnakórar kirkjunnar syngja af snilld.
Kl. 14:00 Guðsþjónusta í Lögmannshlíð. Prestur er séra Svavar Alfreð Jónsson. Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja. Organisti er Eyþór Ingi Jónsson.
Kl. 15:30 Guðsþjónusta á Hlíð. Prestur er séra Svavar Alfreð Jónsson. Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja. Organisti er Eyþór Ingi Jónsson.
Annar dagur páska: Hátíðarguðsþjónusta í Minjasafnskirkjunni kl. 17.00. Prestur er séra Svavar Alfreð Jónsson. Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja. Organisti er Sigrún Magna Þórsteinsdóttir.