Óskalagatónleikar í Akureyrarkirkju

Eyþór Ingi Jónsson organisti heldur sína árlegu óskalagatónleika í Akureyrarkirkju föstudaginn 11. mars kl. 20.00.
Á fyrri tónleikum hefur Eyþór t.d. spilað Bach og Bítlana, Jón Múla og Júrúvísíon, Popp og Purcell, Kvín og klarínettupolka. Aðgangseyrir er 1.500 kr, frítt fyrir skólafólk. (Athugið að ekki er tekið við greiðslukortum.)