Óskalagatónleikar Eyþórs Inga

Þann 8. febrúar nk. heldur Eyþór Ingi Jónsson, organisti við Akureyrarkirkju, sína árlegu óskalagatónleika.  Tónleikar þessir hafa vakið mikla athygli og verið mjög vel sóttir.  Eyþór auglýsir nú eftir óskalögum til að spila á tónleikunum.  Dæmi um lög sem hafa verið flutt eru: Stairway to heaven, Theme from Starwars, Bohemian Rhapsody, Skýið, Take five, sálmaspuni, Tokkata og fúga í d-moll,endurreisnardansar, klarínettupolki og margt fleira.
Tónleikarnir hefjast kl. 20.00 og er miðaverð kr. 1.500,-
(Athugið að ekki er hægt að borga með korti.)

Hægt er að senda óskalagabeiðni á netfangiðeythor@akirkja.is