Opið hús hjá Samhygð

Samhygð, samtök um sorg og sorgarviðbrögð verða með opið hús í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju fimmtudaginn 13. september kl. 20.00.  Gestur fundarins er sr. Óskar Hafsteinn Óskarsson, með erindið "Máttu ekki vera að því að bíða stundarkorn?" Óttinn, trúin og efinn andspænis dauðanum.  Allir velkomnir.