Opið hús fyrir eldri borgara í Safnaðarheimili á fimmtudaginn.

Opið hús fyrir eldri borgara verður í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju kl. 15 næstkomandi fimmtudag, 2. maí. Opið hús fyrir eldri borgara verður í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju kl. 15 næstkomandi fimmtudag, 2. maí. <br><br>Þetta verður síðasta samvera vetrarins og boðið upp á vorlega dagskrá og veislukaffi. Óskar Pétursson og Helena Eyjólfsdóttir syngja einsöng við undirleik Daníels Þorsteinssonar og sr. Gylfa Jónssonar. Halldóra Ingimarsdóttir fjallar um vorið í bundnu og óbundnu máli og sr. Jóna Lísa Þorsteinsdóttir fer með bænarorð. Bíll fer frá Kjarnalundi kl. 14.15, Víðilundi kl. 14.30 og Hlíð kl. 14.45. Allir eru hjartanlega velkomnir!