Opið hús fyrir eldri borgara í á fimmtudag

Sr. Hannes Blandon, Unglingakór Akureyrarkirkju og Eyþór Ingi Jónsson koma fram á opnu húsi fyrir eldri borgara í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju á morgun, fimmtudag. Sr. Hannes Blandon, Unglingakór Akureyrarkirkju og Eyþór Ingi Jónsson koma fram á opnu húsi fyrir eldri borgara í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju á morgun, fimmtudag. <br><br>Samveran hefst kl. 15. Ræðumaður verður sr. Hannes Örn Blandon prófastur, Unglingakór Akureyrarkirkju syngur undir stjórn Eyþórs Inga Jónssonar, sem einnig leikur undir almennan söng. Sr. Svavar A. Jónsson fer með bænarorð. Kaffiveitingar verða í umsjón kvenfélags kirkjunnar. Boðið er upp á akstur til og frá kirkju og fer bíll frá Kjarnalundi kl. 14.15, Hlíð kl. 14.30 og Víðilundi kl. 14.45. Allir eru hjartanlega velkomnir.