Opið hús fyrir eldri borgara

Á morgun fimmtudaginn 2. október kl. 15.00 verður fyrsta opna hús vetrarins fyrir eldri borgara. Gestir að þessu sinni eru þau Hilda Torfadóttir og Haukur Ágústsson, kennarar. Hilda ætlar að flytja okkur hugleiðingu og Haukur syngur negrasálma við undirleik Daníels Þorsteinssonar, píanóleikara. Eins og verið hefur fer bíll frá Kjarnalundi kl. 14.15, Víðilundi kl. 14.30 og Hlíð kl. 14.45.