Námskeið fyrir aðstoðarfólk í barnastarfi Akureyrarkirkju

Helgin 8.-10 nóvember var fróðleg og skemmtileg fyrir aðstoðarfólk í barnastarfi kirkjunnar. Farið var á námskeið í kirkjumiðstöðina á Eiðum þar sem hittust rúmlega 20 krakkar af norður og austurlandi og fræddust um kirkjustarf, leiki og fleira undir góðri stjórn Jóhanns Þorsteinssonar. Helgin tókst mjög vel og stóðu krakkarnir sig vel í leikjum og starfi. Þetta námskeið kallast farskóli og er skipulagt yfir tvo vetur.  Næsta námskeið verður haldið á vorönninni, en þá verður það á Norðurlandi. 

Hér má sjá mynd af hressum aðstoðarkrökkum.