Mömmumorgnar að hefjast

Mömmumorgnar hefjast að nýju miðvikudaginn 10. september eftir sumarfrí og verða fastur liður á hverjum miðvikudegi til vors. Mömmumorgnar hefjast að nýju miðvikudaginn 10. september eftir sumarfrí og verða fastur liður á hverjum miðvikudegi til vors. <br><br>Þá hittast foreldrar með börn sín í Safnaðarheimilinu milli kl. 10 og 12, fá sér kaffisopa og safa, rabba um landsins gagn og nauðsynjar eða hlusta á fyrirlestra og kynningar. Nóg er af leikföngum fyrir börnin og stundum er boðið upp á myndband.