Mömmumorgnar á miðvikudögum

Börnin komu vel klædd í morgun
Börnin komu vel klædd í morgun
Mömmumorgnar eru einn af föstu liðunum í starfi Akureyrarkirkju. Á hverjum miðvikudegi kl. 9:30 er opið hús fyrir mæður, og auðvitað feður líka, sem bundnar eru yfir börnum sínum heima. Börnin fá tækifæri til að leika sér saman og mæðurnar bera saman bækur sínar yfir léttri kaffihressingu. Reglubundið eru fengnir fyrirlesarar til að flytja stutt erindi á samverunni. Góð þátttaka hefur verið á mömmumorgnum í vetur og þangað eru að sjálfsögðu allir velkomnir.