Minningastund í Höfðakapellu

Hildur Eir og Svavar Knútur verða saman með hina árvissu minningarstund í Höfðakapellu á Þorláksmessu klukkan 15. Þetta er fastur liður í jólahaldi margra, að koma aðeins inn í kapelluna, hlýða á orð, bæn og hugljúfa tónlist og minnast látinna ástvina og fá ylinn og ljósið frá jötunni til að vefja tilfinningarnar reifum.