Messa og erindi á allra heilagra messu

Allra heilagra messa er á sunnudag, 7. nóvember. Í messu klukkan 11 verður látinna minnst, Rósa Kristjánsdóttir les ritningarlestra og sr. Jóna Lísa Þorsteinsdóttir þjónar. Kór Akureyrarkirkju syngur undir stjórn Eyþórs Inga Jónssonar. Að messu lokinni flytur Rósa, sem er djákni við Landspítala-Háskólasjúkrahús, erindi í Safnaðarheimili sem hún nefnir "Dauðinn, sorgin og stofnunin." Bornar verða fram léttar veitingar. Þennan dag verður sunnudagaskóli klukkan 11 að venju og fundur í Æskulýðsfélaginu um kvöldið.