Mánudagar gegn mæðu

Næstu mánudaga verður efnt til samvera í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju undir yfirskriftinni ,, Mánudagar gegn mæðu". Þar verða umræður um stöðu þjóðarinnar og framtíðarhorfur og enda þótt samverurnar eigi sér stað í skugga kreppu vilja aðstandendur þeirra láta þær fara fram í ljósi góðra vona.
Samverurnar hefjast kl. 20.00 með stuttu spjalli frummælanda. Eftir tónlistarflutning og molasopa svarar frummælandi fyrirspurnum.
Margrét Blöndal verður fundarstjóri á öllum samverunum. Þeir sem vilja stendur til boða að taka þátt í fyrirbænastund í kirkjunni áður en haldið er heim á leið.

Önnur samveran í röðinni er næstkomandi mánudag, 3. nóvember kl. 20.00. Þar fjallar Þórgnýr Dýrfjörð, forstöðumaður Akureyrarstofu, um kosti þess að búa á Akureyri og styrkleika samfélagsins. Bræðurnir Sigurður og Heimir Ingimarssynir syngja. Allir eru hjartanlega velkomnir.

Aðgangur er ókeypis enda gefa allir sem að samverunum koma vinnu sína.