Lokahátíð barnastarfsins

Lokahátíð barnastarfsins í Akureyrarkirkju kl. 11.00.
Setning Kirkjulistaviku, Rafn Sveinsson, formaður sóknarnefndar Akureyrarkirkju, setur hátíðina.
Barnakórar kirkjunnar syngja lög úr söngleiknum Mamma Mia, Konni kirkjufugl mætir á svæðið, mikill söngur, gleði og gaman.
Grillaðar pylsur, hoppukastali og fleira í lok hátíðarinnar.