Lokahátíð barnastarfsins 30.apríl 2023

Veturinn hefur flogið áfram hjá okkur og nú er komið að lokum barnastarfsins okkar. Kirkjukrakkar, TTT hópurinn, Æfak, sunnudagaskólinn og barnakórarnir okkar fara í sumarfrí en  Foreldramorgnar eru framm í miðjan maí. Við erum afskaplega þakklát og ánægð með veturinn og alla krakkana sem hafa komið og tekið þátt. Það er gaman þegar kirkjan öll fyllist af lífi og gleði nokkra daga í viku. Við endum starfið á skemmtilegri lokahátíð næstkomandi sunnudag þar sem tónlist af ýmsu tagi fær að njóta sín. Eftir stundina verður boðið upp á ratleik og svo endað á pylsupartýi. Börn á öllum aldri eru velkomin.

Bestu kveðjur, starfsfólk Akureyrarkirkju.