Við tökum þátt í Barnamenningarhátíð Akureyrar og gerum nú aðra tilraun til að halda listasmiðjur og listasýningu tengda biblíusögum. Smiðjan er opin fyrir börn frá 1. bekk grunnskóla og eldri. Í boði verða tvær smiðjur þar sem börnin geta valið um að fara í báðar, eða aðra smiðjuna. LIstaverkin verða svo hengd upp á vegg og höfð til sýnis í Safnaðarheimili kirkjunnar út október. Velkomið er að líta við á sýninguna og eins fyrir börnin að bjóða foreldrum, vinum og ættingjum með sér á sýninguna þegar hentar. Safnaðarheimilið er opið alla daga milli 8:00-16:00.
Hlökkum til að taka á móti ykkur
umsjón: Sonja Kro, æskulýðsfulltrúi og Sigríður Hulda Arnardóttir.