Lífleg samvera hjá eldri borgurum

Það var líf og fjör á samveru eldriborgara sl. fimmtudag og fjölbreytt dagskrá. Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri, flutti erindi og fjallaði um aðbúnað og þjónustu við eldri borgara í bæjarfélaginu. Óskar Pétursson söng nokkur vel valin lög við undirleik Eyþórs Inga Jónssonar á flygil. Þeir félagar fóru á kostum í flutningi sínum og vöktu mikla kátínu viðstaddra. Það var líf og fjör á samveru eldriborgara sl. fimmtudag og fjölbreytt dagskrá. Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri, flutti erindi og fjallaði um aðbúnað og þjónustu við eldri borgara í bæjarfélaginu.  Óskar Pétursson söng nokkur vel valin lög við undirleik Eyþórs Inga Jónssonar á flygil. Þeir félagar fóru á kostum í flutningi sínum og vöktu mikla kátínu viðstaddra. Að lokum flutti sr. Óskar hugvekju og bæn. Þórunn Sigurbjörnsdóttir stýrði samverunni og að venju var mikill söngur og góðar veitingar að hætti kvenfélags Akureyrarkirkju.  Samverurnar eru mánaðarlegur viðburður í kirkjunni og er þátttaka iðulega mjög góð.