Leiðtoganámskeið í Danmörku

ÆSKÞ stendur fyrir því að senda leiðtoga frá Íslandi á námskeið í Danmörku nú um páskana. Námskeiði ber heitið Easter Euro Course 2023 og verður haldið að mestu á eyjunni Langeland, en þó einnig í Kaupmannahöfn. Á námskeiðinu verða um 70 leiðtogar frá nokkrum Evrópulöndum og er þetta því samkirkjulegur viðburður. Fyrir hönd Akureyrarkirkju fer hún Svanhvít Sara Stefánsdóttir, 18 á leiðtogi í unglingastarfinu okkar. Við erum afar stolt og ánægð með alla leiðtogana okkar, sem styrkja og stýra starfinu ásamt æskulýðsfulltrúa kirkjunnar. Á þessu námskeiði verða kenndir leikir og ýmiskonar fræðsla varðandi barna og unglingastarf. Mun þetta nýtast vel inn í gott starf kirkjunnar og hlökkum við til að heyra í Svanhvíti eftir þessa ferð.