Kyrrðar- og fyrirbænastundir

Kyrrðar- og fyrirbænastundir fara fram í hádeginu á fimmtudögum í kapellu kirkjunnar og hefjast 11. september. Stundirnar hefjast með orgelleik kl. 12.00 og þeim lýkur fyrir kl. 12.30. Fyrirbænaefni eru skráð í sérstaka bók og má koma þeim til presta. Eftir stundina er hægt að kaupa sér einfalda máltíð í Safnaðarheimilinu.
Kyrrðar- og fyrirbænastundirnar eru í viku hverri og er miðað við að fólk geti verið mætt til vinnu sinnar eigi síðar en kl. 13.00.