Krossferli að fylgja þínum

Sýning Jóns Geirs Ágústssonar, Krossferli að fylgja þínum, stendur nú yfir í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju. Efni þessarar sýningar er hluti af vinnu Jóns Geirs síðustu árin sem byggist á hugrenningum hans um krossaformið. Efniviðurinn er mismunandi trjátegundir, trjábörkur, hvaltönn, messing og sandsteinn. Einnig eru nokkur verk unnin úr timburafgöngum frá smíði Auðunnarstofu hinnar yngri og rauðum sandsteini úr Hólabyrðu.
Aðgangur er ókeypis og eru allir hjartanlega velkomnir.