Krílasálmar á foreldramorgni, apríl 2023

Við vorum svo heppin að fá Sigrúnu Mögnu, organista Akureyrarkirkju til að koma til okkar einn morguninn með Krílasálmastund. Mættir voru um 25 foreldrar með krílin sín í dásamlega söngstund. Það var sungið og leikið og dansað. Börnin höfðu gaman af leikjunum, hreyfingunum og hljóðfærunum. Skemmtileg tilbreyting á góðum degi og aldrei að vita nema framhald verði á næsta vetur. 

Hér má sjá fleiri myndir frá stundinni.