Krílasálmanámskeið í Akureyrarkirkju

Föstudaginn 14. janúar kl. 10.30 hefst Krílasálmanámskeið í Akureyrarkirkju. Þetta er annað námskeiðið sem haldið er í vetur og hefur aðsóknin verið góð. Þetta er spennandi tónlistarnámskeið fyrir börn á fyrsta ári og foreldra þeirra. Umsjón hefur Sigrún Magna Þórsteinsdóttir.

Fullbókað er á þetta námskeið en hægt er að fá upplýsingar um næsta námskeið hjá Sigrúnu Mögnu í síma 820-7447 eða senda henni tölvupóst á netfangið sigrun@akirkja.is