Kósýtónleikar í Akureyrarkirkju

Eyþór Ingi Jónson, Hjalti Jónsson og Lára Sóley Jóhannsdóttir halda hugljúfa og lágstemmda tónleika í Akureyrarkirkju næstkomandi föstudag, 4. nóvember kl. 20.30. Fjölbreytileiki einkennir efnisskrána.
Lög eins og Fix You, Tvær stjörnur, Ó þú, Help me make it through the night, Umvafinn englum, Fósturlandsins freyja, Here comes the sun verða flutt. Miðaverð er kr. 1500. Því miður er ekki tekið við greiðslukortum.

Flytjendur lofa kósý stemmingu :)