Kórtónleikar í Akureyrarkirkju

Sunnudaginn 4. júlí kl. 17:00 mun Kammerkór Akraness flytja efniskrá úr söngheftunum Ljóðum og lögum á fyrstu Sumartónleikunum í Akureyrarkirkju þetta sumarið. Lögin sem sungin verða þekkja margir og hefur kórinn fengið mikið hrós fyrir flutning sinn á þeim. Stjórnandi Kammerkórs Akraness er Sveinn Arnar Sæmundsson.

Tónleikarnir eru klukkustundar langir, aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir.