Kórónaveiran og fermingar í Akureyrarkirkju

Fyrstu fermingar í Akureyrarkirkju eru ráðgerðar laugardaginn 4. apríl næstkomandi kl. 10:30. Komi ekki til samkomubanns mun sú athöfn fara fram – hugsanlega með einhverjum varúðarráðstöfunum eins og til dæmis þeim að sleppa altarisgöngunni.

Verði skollið á samkomubann þennan laugardag erum við með áætlanir til vara. Næstu fermingar í kirkjunni eru ekki fyrr en laugardaginn 25. apríl. Hugsanlega geta einhverjir nýtt sér þann dag og verði vandræði með veislusali er hægt að setja á fermingar sunnudaginn 26. apríl líka.

Verði samkomubann enn í gildi í lok apríl grípum við til annarra úrræða sem verða kynnt þegar þar að kemur.

Okkar markmið er að klára fermingar fyrir sumarið með einhverjum ráðum en við verðum að haga seglum eftir því hvernig vindarnir blása.

Bestu kveðjur, 
Hildur Eir og Svavar Alfreð