Kórastarf Akureyrarkirkju haustið 2011

Nú er kórastarfið að hefjast hér hjá okkur í Akureyrarkirkju og verða æfingarnar með svipuðu sniði og undanfarin ár.

Æfingarnar hjá barnakórunum hefjast fimmtudaginn 8. september, þar verða tímarnir þeir sömu og í fyrra, þ.e. yngri kórinn æfir í kapellunni frá
kl. 15:00-16:00 og eldri kórinn frá kl. 16:00-17:00
Skráningu í kórana má senda á netfangið organistar@akirkja.is
Stjórnandi kóranna er Sigrún Magna Þórsteinsdóttir.

Stúlknakórsæfingarnar hefjast einnig fimmtudaginn 8. september kl. 16.00 og verða æfingarnar í kirkjunni.
Kór Akureyrarkirkju æfir á þriðjudögum eins og undanfarin ár og hefjast æfingarnar 6. september kl. 20.00.
Stjórnandi kóranna er Eyþór Ingi Jónsson.