Kórastarfið að hefjast

Nú er skráning hafin í kóra Akureyrarkirkju.
Æfingar kóranna er sem hér segir:
Yngri barnakórinn (2.-4. bekkur) æfir á fimmtudögum frá kl. 15.00-16.00, eldri barnakórinn (5.-7. bekkur) æfir á fimmtudögum frá kl. 16.00-17.00.
Stjórnandi kóranna er Sigrún Magna Þórsteinsdóttir.

Stúlknakórinn (13-17 ára) æfir á fimmtudögum frá kl. 17.00-19.00 og er fyrsta æfing fimmtudaginn 17. september.
Nýr kór fyrir ungar konur á aldrinum 18 - 25 ára verður starfandi í vetur og æfir hann á þriðjudögum frá kl. 16.30-18.00 og er fyrsta æfing þriðjudaginn 22. september.
Kór Akureyrarkirkju æfir á þriðjudögum frá kl. 20.00-22.00.
Stjórnandi kóranna er Eyþór Ingi Jónsson.

Nánari upplýsingar og skráning á netfangið organistar@akirkja.is