Kórastarfið að hefjast

Nú fer kórastarfið að hefjast og stendur skráning yfir þessa dagana.
Í Kór Akureyrarkirkju er 60 manns á öllum aldri og í Stúlknakór Akureyrarkirkju eru 45 stúlkur á aldrinum 13 - 20 ára, Eyþór Ingi Jónsson, organisti, er stjórnandi kóranna og er hægt að fá nánari upplýsingar hjá honum með því að senda póst á netfangið eythor@akirkja.is
Barnakórarnir eru tveir, yngri kórinn er fyrir börn í 2. - 4. bekk og eldri kórinn fyrir börn í 5. - 7. bekk. Stjórnandi barnakóranna í vetur verður Heimir Bjarni Ingimarsson og er hægt að fá nánari upplýsingar hjá honum með því að senda póst á netfangið heimir@htveir.is