Kóramót í Akureyrarkirkju

Næstkomandi laugardag, 12. febrúar milli kl. 10.00 og 14.00, verður haldið kóramót í Akureyrarkirkju. Þar koma saman Kór Hrafnagilsskóla, Kór Þelamerkurskóla og Barnakórar Akureyrarkirkju.

Kl. 13.30-14.00 verður haldin söngskemmtun þar sem foreldrum og öðrum áhugasömum gefst tækifæri til að hlýða á afrakstur dagsins. Aðgangur að söngskemmtuninni er að sjálfsögðu ókeypis og hvetjum við ykkur til að koma og hlýða á þessa ungu snillinga.