Kirkjuviku 2002 lokið

Kirkjuviku 2002 lauk í dag, sunnudag. Hún heppnaðist prýðilega og viðburðir vikunnar nutu ágætrar aðsóknar.Kirkjuviku 2002 lauk í dag, sunnudag. Hún heppnaðist prýðilega og viðburðir vikunnar nutu ágætrar aðsóknar.<br><br>Þrennt var á dagskránni síðasta dag kirkjuviku. Um morguninn var sunnudagaskóli, þar sem Barnakór Akureyrarkirkju söng. Eftir hádegið var hátíðarmessa með glæsilegri tónlist. Ingunn Björk Jónsdóttir var sett inn í embætti djákna í messunni. Að henni lokinni var kaffisala Unglingakórs Akureyrarkirkju, en kórinn fer í sumar til Þýskalands. Auk þess að annast veitingar (með dyggri aðstoð foreldra) söng kórinn fyrir veislugesti.