Kirkjustarfið framundan

Nú styttist í að vetrarstarfið í kirkjunni komist í fullan gang en segja má að það hefjist formlega með fjölskylduguðsþjónustu og opnu húsi í safnaðarheimilinu sunnudaginn 17. september nk.  Nánar um það síðar.  Næsta sunnudag, 10. september, verður æðruleysismessa kl. 20:30 í umsjá sr. Jónu Lísu Þorsteinsdóttur.  Ekki má svo gleyma föstu liðunum í helgihaldinu árið um kring, morgunsöng kl. 9 á þriðjudögum og kyrrðar- og fyrirbænastund kl. 12 á fimmtudögum.  Þá er Safnaðarblað Akureyrarkirkju væntanlegt í öll hús í næstu viku og þar verður ennfrekar fjallað um starfið í kirkjunni á komandi vetri.