Kirkjulistavika í Akureyrarkirkju 2017

Þann 21. apríl hefst hin skemmtilega Kirkjulistavika sem nú er haldin í 15. skipti í Akureyrarkirkju, en hátíðin hefur verið haldin annað hvert á frá árinu 1989. Kirkjulistaviku lýkur þann 30. apríl en framundan er heil vika full af fjölbreyttum viðburðum þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Helstu markmið Kirkjulistaviku hafa frá upphafi verið að efla samvinnu og tengsl listafólks við kirkjuna og gefa fólki kost á að njóta góðra lista í kirkjunni. Að vanda er lögð áhersla á fjölbreytileika og í boði verða óvenjulegir viðburðir auk hefðbundinna stórtónleika. Aðgangur að flestum viðburðum Kirkjulistaviku er ókeypis.
Upplýsingar um dagskrá Kirkjulistaviku í Akureyrarkirkju 2017 má finna hér.