Kirkjulistavika í Akureyrarkirkju 2013

Sunnudagur 28. apríl
Kl. 11.00: Lokahátíð barnastarfsins.
Sr. Hildur Eir Bolladóttir, sr. Sunna Dóra Möller og Hjalti Jónsson sjá um hátíðina sem fram fer í Akureyrarkirkju. Báðir barnakórar Akureyrarkirkju syngja undir stjórn Sigrúnar Mögnu Þórsteinsdóttur og Sigríðar Huldu Arnardóttur. Una Haraldsdóttir leikur á orgel.
Pizzaveisla og skemmtiatriði í Safnaðarheimilinu strax á eftir.

Kl. 12.00-17.00: Sýningar í Safnaðarheimili og kapellu opnar. Aðgangur ókeypis.

Kl. 16.00: Hátíðartónleikar í Hofi.
Kór Akureyrarkirkju og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands ásamt einsöngvurunum Huldu Björk Garðarsdóttur sópran, Alina Dubik alt, Snorra Wium tenór og Ágústi Ólafssyni bassa flytja hið stórkostlega og gleðiríka verk Missa Dei Patriseftir Jan Dismas Zelenka. Stjórnandi er Eyþór Ingi Jónsson.

Kl. 20.00: Harmóníkumessa í Akureyrarkirkju.
Sr. Svavar Alfreð Jónsson messar og söfnuðurinn dansar og syngur. Dansarar úr Vefaranum og félagar úr Félagi harmonikuunnenda við Eyjafjörð stýra söng og dansi safnaðarins.