Kirkjulistavika í Akureyrarkirkju 2013

Miðvikudagur 24. apríl
Kl. 9.00-17.00: Sýningar í Safnaðarheimili og kapellu opnar.
Aðgangur ókeypis.

Kl. 10.00-12.00: Foreldramorgunn í Safnaðarheimilinu.
Umsjón sr. Hildur Eir Bolladóttir. Góðar veitingar, fræðsla, hlátur (barnagrátur) og gleði. Sonja Sif Jóhannsdóttir, MA í íþrótta- og heilsufræðum fjallar um heilbrigðan lífstíl. Kaffihúsið verður opið fyrir foreldrana.

Kl. 11.30-17.00: Fatamarkaður Stúlknakórs Akureyrarkirkju í anddyri Safnaðarheimilisins.
Kaffihúið opið.

Kl. 12.10: Hugljúft í hádeginu í Akureyrarkirkju.
Konráð Vilhelm Bartsch leikur á gítar og syngur ásamt söngkonunni Kati Saarinen og Eyþóri Inga Jónssyni organista. Tónlistin sem flutt verður er eftir Konráð og Kati. Aðgangur ókeypis.

Kl. 20.00: Opið hús hjá Æskulýðsfélaginu í Safnaðarheimilinu.
ÆFAK - Æskulýðsfélag Akureyrarkirkju verður með heimboð. Þetta er liður í því að kynna unglingamenningu í kirkjunni en ungmenni sem sækja starfið reglulega koma fram með tónlist og önnur atriði. Þau selja kaffi og dýrindis kökur til styrktar ferð sinni til Taize í Frakklandi í sumar.