Kirkjulistavika í Akureyrarkirkju 2013

Þriðjudagur 23. apríl
Kl. 9.00: Morgunsöngur í kapellu Akureyrarkirkju.
Stutt bænastund með sálmasöng.

Kl. 9.00-17.00: Sýningar í Safnaðarheimili og kapellu opnar.Aðgangur ókeypis.

Kl. 11.30-17.00: Fatamarkaður Stúlknakórs Akureyrarkirkju í anddyri Safnaðarheimilisins.
Kaffihúið opið.

Kl. 12.10: Klassískir tónar í hádeginu í Akureyrarkirkju.
Sigríður Hulda Arnardóttir mezzosópran ásamt Daníel Þorsteinssyni píanóleikara flytja fjölbreytta tónlist. Aðgangur ókeypis.

Kl. 13.00: Vorferð eldri borgara. Farið verður til Siglufjarðar. Þórarinn Hannesson tekur á móti hópnum á Ljóðasetrinu með fræðslu og söng, sr. Sigurður Ægisson segir sögu Siglufjarðarkirkju og að lokum mun hópurinn njóta kaffiveitinga á veitingahúsinu Rauðku. Umsjón sr. Hildur Eir Bolladóttir og Þórunn Sigurbjörnsdóttir. Bíll fer frá Víðilundi kl. 12.25, Mýrarvegi kl. 12.35 og Hlíð kl. 12.45. Ferðin kostar kr. 2000. Skráning í síma 462-7700 milli kl. 9.00 og 13.00 virka daga.