Kirkjulistavika í Akureyrarkirkju 2011

Miðvikudagur 11. maí
Kl. 9.00-16.00: 
Myndlistarsýningar Grétu Gísladóttur og
sr. Bolla Gústavssonar.

Kl. 9.30-11.30: Mömmumorgunn í Safnaðarheimilinu.
Umsjón sr. Hildur Eir Bolladóttir.

Kl. 10.00:  Krílasálmar – Tónlistarstund fyrir ungabörn og foreldra þeirraí kapellu kirkjunnar. Umsjón: Sigrún Magna Þórsteinsdóttir.
Aðgangur ókeypis.

Kl. 11.00-17.00: Kaffihús í Safnaðarheimilinu.
Boðið verður upp á kaffi, kakó og aðra drykki ásamt heitum réttum og sætabrauði á vægu verði. Þá verða ýmsar uppákomur í boði.

Kl. 12.10:  Hugljúft í hádeginu í Akureyrarkirkju.
Lára Sóley Jóhannsdóttir fiðluleikari og Eyþór Ingi Jónsson organisti leika tónlist eftir Svendsen, Barber og Piazzolla. Aðgangur ókeypis.

Kl. 20.00:  Marimbutónleikar í Akureyrarkirkju. 
Marimbasveitir úr Giljaskóla, Oddeyrarskóla, Hafralækjarskóla í Aðaldal og Borgarhólsskóla á Húsavík. Umsjón hefur Ásta Magnúsdóttir.
Aðgangur ókeypis.