Kirkjulistavika í Akureyrarkirkju 2011

Sunnudagur 8. maí
Kl 11.00: Lokahátíð barnastarfsins og setning kirkjulistaviku.
Sr. Hildur Eir Bolladóttir, Sunna Dóra Möller, Hjalti Jónsson og Sigríður Hulda Arnardóttir sjá um hátíðina sem fer fram í kirkjunni. Yngri barnakór Akureyrarkirkju syngur undir stjórn Sigrúnar Mögnu Þórsteinsdóttur. Sýnd verða atriði úr Ávaxtakörfunni.
Pizzuveisla í Safnaðarheimilinu strax á eftir.

Kl. 13.00:  Söngleikurí Akureyrarkirkju.
Barnakórar Akureyrarkirkju ásamt hljómsveit vikunnar flytja söngleikinn Líf og friður í samstarfi við leiklistarskóla Leikfélags Akureyrar. Hljómsveitina skipa: Daníel Þorsteinsson á píanó, Matti Saarinen á gítar, Stefán Ingólfsson á bassa og Hjörleifur Örn Jónsson á slagverk. Kórstjóri: Sigrún Magna Þórsteinsdóttir. Leikstjóri: María Sigurðardóttir. Aðgangur ókeypis.

Kl. 15.00: Opnun myndlistarsýningar Grétu Gísladótturí Safnaðarheimili Akureyrarkirkju. Aðgangur ókeypis.

Kl. 16.00: Tónleikar kammerkórsins Ísoldar  í menningarhúsinu Hofi. Kórinn flytur glænýjar útsetningar Daníels Þorsteinssonar á þekktum dægurlögum. Með kórnum spilar hljómsveit vikunnar: Daníel Þorsteinsson á píanó, Matti Saarinen á gítar, Stefán Ingólfsson á bassa og Hjörleifur Örn Jónsson á slagverk.
Stjórnandi er Eyþór Ingi Jónsson. Aðgangseyrir 1.500,- frítt fyrir 16 ára og yngri. Miðasala í Hofi s: 450-1000, http://www.menningarhus.is/

Kl. 20.00: Dansmessa í Akureyrarkirkju. Sr. Svavar A. Jónsson messar. Danshöfundurinn Sigyn Blöndal mun kenna söfnuðurinum einfalda dansa sem stignir verða undir söngvum, sálmum og fjölbreytilegum hljóðfæraslætti. Höfundur dansa er Sigyn Blöndal. Hljómsveit vikunnar spilar.