Kirkjulistavika, miðvikudagur 6. maí

Líney Úlfarsdóttir
Líney Úlfarsdóttir
Hádegistónleikar í Akureyrarkirkju kl. 12.10.
Að þessu sinni ætla þeir Eyþór Ingi Jónsson, orgelleikari, og Hjörleifur Örn Jónsson, slagverksleikari, að leika af fingrum fram út frá þeirri tónlist sem kemur upp í hugann á staðnum. Þetta verður eins konar réttur að vali kokkanna. Orgel, víbrafónn og alls kyns slagverksdót. Aðgangur ókeypis.


Námskeið í magadansi í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju kl. 20.00.
Farið verður lauslega í sögu magadansins og kennd nokkur spor og hollar hreyfingar fyrir konur og karla á öllum aldri. Aðgangur ókeypis.

Sýning Bryndísar Kondrup, „Effaþa“, er opin í Safnaðarheimilinu 
frá kl. 9.00 til 16.00.

„Upp, upp, mín sál“, sýning Örnu Valsdóttur í turnum kirkjunnar er opin frá kl. 11.00 - 18.00.