Kirkjulistavika 2009

Síðastliðinn sunnudag, 10. maí, lauk elleftu Kirkjulistaviku í Akureyrarkirkju með glæsilegum tónleikum Kórs Akureyrarkirkju ásamt kammersveit og einsöngvurum. Fjölmennt var á tónleikunum sem og á öðrum viðburðum vikunnar og viljum við þakka öllum þeim sem lögðu leið sína í kirkjuna til að njóta þeirrar listar sem í boði var.
Einnig viljum við þakka bakhjörlum Kirkjulistaviku 2009 og öllum þeim sem gerðu vikuna svo glæsilega og eftirminnilega.
                                                                 Starfsfólk Akureyrarkirkju.