Kirkjukór Lágafellssóknar heimsækir Akureyrarkirkju

Kirkjukór Lágafellssóknar flytur Laxnessdagskrá
í tali og tónum í Akureyrarkirkju laugardaginn
3. maí kl 16.00.
 Kórinn hefur þegar flutt dagskrána tvisvar í Mosfellsbænum við afar góðar undirtektir. 
Einsöngvarar á tónleikunum eru Margrét Árnadóttir og Ívar Helgason. Útgangspunktur dagskrárinnar er hin unaðslega bók Halldórs Laxness, Heimsljós, og með upplestrum kórfélaga á völdum köflum úr bókinni, inni á milli laga, geta áheyrendur rifjað upp söguþráð og örlög Ólafs Kárasonar Ljósvíkings. Lögin við ljóðin eru t.d. eftir Jón Ásgeirsson, Jakob Hallgrímsson og Heimi Sindrason.
Í lok tónleikanna má heyra brot úr viðtalsþætti við Nóbelsskáldið þar sem hann syngur á sinn ógleymanlega hátt Maístjörnuna við tangómelodíuna og í lokin taka gjarnan allir undir. Skemmtileg dagskrá sem ungir og aldnir hafa gaman af. Aðgangur ókeypis !